Spakmæli vikunnar:



Ég gerði merkilega uppgötvun í dag. Ég uppgötvaði að bros er jafnsmitandi og
flensa.
Það brosti til mín alókunnugur maður og ég brosti á móti og hélt svo bara áfram
að brosa.
Ég labbaði fyrir næsta horn þar sem ég mætti öðrum ókunnugum manni.
Þegar hann sá mig brosa, brosti hann á móti og gekk svo brosandi í burtu. Þá
laust niður hjá mér þessari staðreynd, ég hafði smitað hann.
Guð veit hvað hann hitti marga og smitaði þá. Ég fór að hugsa um þetta bros og
skildi þá hversu mikils virði það er.
Eitt lítið bros eins og mitt, gæti breiðst út um heimsbyggðina.
Svo ef þú finnur að þú ert að bresta í bros, ekki halda aftur af því. Komum af
stað faraldri sem fyrst, stefnan er að smita allann heiminn.

 

BROSTU

SmileSmileSmileSmileSmile


Spakmæli dagsins

Ég er ákveðin í að vera jákvæð og hamingjusöm,

hverjar sem aðstæðurnar eru, því ég hef lært af

eigin reynslu að stór hluti af hamingju okkar og

að sama skapi vansæld okkar byggist á viðhorfi

okkar en ekki kringumstæðum. –  

Martha Washington. 

250x250_40055095

                              

                                     


VANDAMÁLATRÉÐ

VANDAMÁLATRÉÐSmiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni.  Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína.  Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér.  Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann.  "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin. Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti,  "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."
Ókunnur höfundur
 


Eitt lítið ljóð fyrir svefnin

 

1970

svo einn tvo þrjá
kannski fjóra daga
stelst sólin norður
þar sem það snýr rassinum í vindinn
þetta land
hvað verður gaman þá!
fjöllin gráta af gleði
grænkar lítið strá
krían sem kann ekki að syngja
syngur líka þá
sjórinn í fjörunni sofnar
sílin fara á stjá
hvað verður gaman þá!
kófdrukknar kýrnar
kúvenda flórnum á
langir og mjóir dagar
neita að líða hjá

Pétur Gunnarsson

Konudagur

Jæja þá er nú þessi helgi liðin Wink Evrovísion keppninni lokið hér og  að mínu mati vann besta lagið Whistling svona einhvernvegin ekta júróvísion lag, svo er bara að sjá hvernig gengur þegar á hólminn er komið.. Æiiii! Halo En hvað ég vildu að allir dagar væru konudagarHeart Bakkkelsi og blóm í morgunsárið InLove  En því er ekki að heilsa Cool: Ný og vonandi góð vinnuvika frammundan fyrir alla Smile

kv Sessa


klaufi

W00t Gat nú skeð!

Var að fikta eitthvað í stillingum og nema hvað! Devil Bloggsíðan mín datt út Sick

En snillingurinn hún Sessa reddaði þessu auðvitað og kom þessu bara í loftið aftur Veiiiiiiiii Whistling


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband